MÁLTÆKNISETUR

Rannsóknarsetur í máltækni


HVAÐ ER MÁLTÆKNI?

Máltækni er þýðing á enska hugtakinu Language Technology. Orðið vísar til samvinnu tungumáls og tölvutækni í hagnýtum tilgangi, samvinnu sem beinist að því að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Þessi samvinna getur bæði falist í notkun tölvutækninnar í þágu tungumálsins og í notkun tungumálsins innan tölvutækninnar.

Máltækni er þverfaglegt rannsóknarsvið sem spannar t.d. tölvunarfræði, málvísindi, tölfræði og sálfræði. Frekari upplýsingar um máltækni má finna hér.